... án þess að glata gleðinni

Hin landsþekkta fréttakona Lára Ómarsdóttir verður með fyrirlestur í Bjarmanesi 26. nóvember klukkan 20 til 22. 


Yfirskrift fræðslufundarins er Hagsýni og hamingja – Hvernig lifa má af litlu án þess að glata gleðinni. Hún er fimm barna móðir sem talar af reynslu og mun kynna góð ráð í kreppunni og á að öllum líkindum erindi við alla á þessum erfiðum tímum.

 

Lára heldur fleiri fundi og fundarstaðir eru sem hér segir:

 

  • Bíókaffi Siglufirði, þriðjudaginn 25. nóv. kl. 16:30 – 18:30.
  • Höfðaborg Hofsósi, þriðjudaginn 25. nóv.kl. 20:00 – 22:00 
  • Ólafshúsi Sauðárkróki, miðvikudaginn 26. nóv. kl. 16: 30 – 18:30 
  • Pottinum og pönnunni Blönduósi, fimmtdaginn 27. nóv. kl. 16:30 – 18:30 
  • Kaffi Síróp Hvammstanga, fimmtudaginn 27. nóv. Kl. 20:00 – 22:00

 

Fundirnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Það er Vinnumálastofnun á Norðurlands vestra og Farskólinn, miðstöð símenntunar sem stendur að fundunum.