10 ára afmæli Nes listamiðstöðvar🎈🎈🎈

Vinnustofa með málm og gler
Lærðu að búa til fjölbreytta hluti á 8 kvölda námskeiði í silfur- og gullsmíði. Hannaðu og búðu til þinn eigin silfurhring og aðra skartgripi eða skrautmuni. Hentar byrjendum jafnt sem öðrum.  
 
Leiðbeinandi:   Tosca Teran (Kanada)
Þátttökugjald:   Aðeins efniskostnaður 9,500kr
Hámarksfjöldi:  5-8 manns,
Dagsetningar:   5. – 7. – 12. – 14. – 19. – 21. – 26. og 28. júní nk.
Staður:              Nes Listamiðstöð, Fjörubraut 8, Skagaströnd
Skráning:          Kerryn 6915554 eða nes@neslist.is
Um leiðbeinandann
Tosca Teran er fjöllistamaður frá Toronto, Kanada, Hann hefur unnið með málma, tölvur og hreyfimyndir síðan á níunda áratugnum.  Sjá heimasíðu hennar
https://toscateran.com/  


         

Olía, sandur og pappír – Gerð hreyfimynda  
Í þessari tveggja daga vinnustofu verða gerðar tilraunir með
mismunandi aðferðir til að búa til stutt tónlistarmyndband.
Við munum nota pappír, olíu á gleri og fleiri aðferðir sem til samans
munu breyta teikningum í hreyfimyndir.
Þátttakendur þurfa að koma með myndavél (við þurfum 3 vélar fyrir
hvert hópverkefni), ýmiss konar efnivið (litaðan pappír, pensla, skæri, olíumálningu, vatnsliti og fleira) og frjótt ímyndunarafl.
 
Leiðbeinandi:   Jérémy Pailler (Frakkland)
Þátttökugjald:   Ókeypis
Hámarksfjöldi: 10 manns
Dagsetning:      9. og 10. júní 2018, kl. 10:00-17:00, báða dagana
Staður:             Gúttó, Sauðárkróki
Skráning:         Erla Einarsdóttir 6987937 eða nes@neslist.is
 
Um leiðbeinandann
Jeremy Pailler er myndlistarmaður með áherslu á sjónræna list. Hann hefur skrifað ritgerð um hreyfimyndir  og er virkur á fjölmörgum sviðum kvikmyndagerðar. Sjá vefsíðu hans og dæmi um hreyfimyndir. http://www.jeremypailler.com/films/



 


Námskeið í teikningu (umhverfi okkar)
Í þessari vinnustofu er áherslan lögð á náttúruna í kringum okkur, m.a. með gönguferðum og söfnun sýnishorna til að teikna. Við teiknunina verður tekið tillit til áhugasviðs þátttakenda, s.s. með notkun vatnslita, prentunar, fjölþættra efna og textagerðar.
 
Leiðbeinandi:   Pam Posey (Bandaríkin)
Þátttökugjald:   Ókeypis
Hámarksfjöldi: 6-8 manns, (fullorðnir)
Dagsetning:      10 júní 2018, kl. 13.00-17.00
Staður:             Skagaströnd – Kaffi Bjarmanes – kjallari
Skráning:          Kerryn 6915554 eða
nes@neslist.is
  
 
Námskeið í teikningu (litlir hlutir)
Hér er áherslan lögð á náttúrulega smáhluti í umhverfinu. Þátttakendur munu læra margvíslegar teikniaðferðir, notkun vatnslita, prentun, margmiðlunartækni og fleira.
 
Leiðbeinandi:   Pam Posey (Bandaríkin)
Þátttökugjald:   Ókeypis
Hámarksfjöldi:  6-8 manns, (fullorðnir)
Dagsetning:      20 júní 2018, kl. 18.30-22.30
Staður:              Skagaströnd – Kaffi Bjarmanes – kjallari

Skráning:          Kerryn 6915554 eða nes@neslist.is
 
Um leiðbeinandann
Pam Posey býr í Los Angeles og vinnur fyrst og fremst með náttúruna í sinni myndlist. Þetta er í fjórða sinn sem Pam dvelur í Nes listamiðstöð. Vefsíða:
https://www.pamposey.org/
 




Bókagerð
Í þessari vinnustofu listamannsins Ron Linn munu þátttakendur nota náttúru og umhverfi Skagastrandar sem innblástur og efnivið til að búa til eigin myndlistarbók. Fyrri daginn verður efniviður úr náttúrunni nýttur til að búa til fallega og þrykkimyndir sem verður svo nýttur til bókagerðar. Seinni daginn verður unnið einfalt bókband þar sem stuðst er við brot og skurð. Áherslan er á verkferlum sem eru öllum aðgengilegir án þess að krefjast tækja til bókbands og prentunar.
 
Leiðbeinandi:   Ron Linn (Bandaríkin)
Þátttökugjald:   Ókeypis
Hámarksfjöldi:  12-15 manns,
Dagsetning:      9. og 16. júní, kl. 10.00-13.00
Staður:              Nes Listamiðstöð, Fjörubraut 8, Skagaströnd
Skráning:          Kerryn 6915554 eða nes@neslist.is
 
Um leiðbeinandann
Ron Linn er fjöllistamaður frá Oregon í Bandaríkjunum, með áherslu á teikningu. Hann vinnur með tengsl á milli manngerðar og mannlausrar náttúru með því að kanna minningar, dulúð og sögur. Hann kennir nú við Brigham Young háskólann í Utah, USA. Vefsíða:
http://ronlinnportfolio.com/




Blau-hvítar myndir
Á þessu námskeiði vinnur þú međ sólarljósiđ, til ađ prenta bláhvítar ljósmyndir.
Þátttakendur búa til ljósmyndir með því að nota hluti eins og blóm, fjaðrir, hnappa o.s.frv. sem framkallast beint á pappír í fallegum bláum og hvítum ljósmyndum. Þetta er frekar auðveld tækni og hentar öllum 12 ára og eldri.
 
Leiðbeinandi:    Danielle Rante (Bandaríkin)
Þátttökugjald:   Aðeins efniskostnaður – 1,000kr
Hámarksfjöldi:  15-20 manns, 12 ára og eldri
Dagsetning:      17. júní 2018, kl. 13.00-16.00
Staður:               Menningarfélag Húnaþings vestra
                            Eyrarland 1, 530 Hvammstangi
Skráning:           Greta Clough 611 4694 eða nes@neslist.is
 
Um leiðbeinandann
Danielle Rante er myndlistarkona sem býr í Dayton, Ohio í USA. Hún starfar nú við Wright State háskólann í Ohio. Sjá heimasíðu hennar https://www.daniellerante.com/