112 dagurinn

Í dag föstudaginn 11. febrúar er 112 dagurinn. Af því tilefni ætlar björgunarsveitarbíllinn, slökkviliðsbíllinn og sjúkrabíllinn að vera við Samkaup Úrval á milli kl: 17:00 og 18:00. 

Einnig verður Skagastrandardeild Rauða krossins með brúðu og býður gestum að blása og hnoða.

Rauði krossinn hlakkar til að sjá sem flesta.