112 dagurinn

 

Í dag er hinn árlegi 112 dagurinn haldinn í sextánda sinn. Í tilefni hans sameinuðust viðbragðsaðilar á svæðinu, slökkvilið Skagastrandar, Björgunarsveitin Strönd, lögreglan og Rauði krossinn til að vekja athygli á og minna á mikilvægi þess að þekkja hvað stendur á bakvið númerið 112.

Viðbragðsaðilarnir heimsóttu Höfðaskóla og leikskólann Barnaból og fengu nemendur að skoða bíla og tækjakost og kynna sér starfsemi þeirra. Vakti þetta mikla lukku hjá krökkunum.

112 dagurinn er haldinn út um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni sérstaklega beint að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna.

Minnum á símann 112 og einnig vef Neyðarlínunnar www.112.is þar er að finna mikið af gagnlegum upplýsingum og fræðslu ætluð börnum og fullorðnum. Foreldrar og aðrir forráðamenn eru hvattir til að kynna sér efnið og ræða við börnin um mikilvægi þess að þekkja neyðarnúmerið 112.

Viðbragðsaðilar á Skagaströnd