15 fyrirtæki skráð í Drekktu betur í kvöld

Fyrirtæki á Skagaströnd takast á í spurningaleiknum skemmtilega Drekktu betur á miðvikudagskvöldið 20. apríl kl. 21:30. 

Nú þegar hafa 15 fyrirtæki skráð sig til leiks en frestur til að skila inn þátttökutilkynningum rennur út kl. 12 á miðvikudaginn.

Auðvitað eru allir velkomnir að mæta og fylgjast með. Á eftir spurningaleiknum skemmtir Guðlaugur Ómar  frá 24 til 3. Frítt er inn.

Frábær verðlaun eru fyrir sigurvegarana í boði Coca Cola, Carlsberg og Samkaup úrvals:
  1. verðlaun: Bjór og rauðvínsflöskur
  2. verðlaun: Bjórkassi og páskaegg
  3. verðlaun: Kók og páskaegg
Fyrirkomulagið verður að mestu leyti eins og tíðkast hefur hingað til. Munurinn er hins vegar sá að nú skrá fyrirtæki og hópar sig til keppni. Mestu skiptir þó að spurningaleikurinn er framar öllu skemmtun ekki keppni.

Í hverju liði verða þrír keppendur. Spurningarnar verða þrjátíu og reglur hinar sömu og gilt hafa í Drekktu betur hingað til. 

Fyrirtæki mega að sjálfsögðu tefla fram sameiginlegu liði. Ffjölmennir vinnustaðir mega líka senda fleiri en eitt lið. 

Öll lið þurfa að bera nafn. Það má gjarnan vera nafn fyrirtækisins en einnig er heimilt að bæta við öðru nafni. Til dæmis má nafnið vera „Spekingar Fyrirtækis“ eða „Flautaþyrlar Stofnunar“ og svo framvegis – allt í gríni gert.

Tilkynna þarf um þátttöku fyrir kl. 12 þriðjudaginn 19. apríl. Morguninn eftir verður greint frá þátttakendum í fréttahluta skagastrond.is og dreifibréf borið í hús.

Þátttaka tilkynnist til Ingibergs, 892 3080, menning@ssnv.is, Ólafíu, 898 7877, olafia@neslist.is, eða Sigurðar, 864 9010, radgjafi@skagastrond.is, fyrir kl. 12 þann 20. apríl.