17. júní á Spákonufellshöfða

 

Ertu með út á Spákonufellshöfða á morgun klukkan tvö?

 

Þá verður gönguleiðin um Höfðann formlega opnuð en með henni hafa nú 

verið sett tólf fræðsluskilti.

 

Á þjóðhátíðardaginn er tilvalið að njóta útiverunnar, taka þátt í 

ratleiknum og jafnvel munda myndavélina í ljósmyndasamkeppninni.

 

Dagskráin hefst  við bílastæðið uppi á Höfðanum.

 

Þar verður sagt frá gönguleiðinni og fræðsluskiltunum.

 

Og þeim sem vilja ganga um Höfðann gefst þarna kostur á að taka þátt í 

skemmtilegum ratleik og  ljósmyndasamkeppni.

 

Auðvitað verður skotið úr fallbyssunni til að leggja áherslu á að 

gönguleiðin hafi nú formlega verið opnuð.

 

Er svo ekki við hæfi að ganga með íslenska fánann í tilefni dagsins?

 

Sveitarfélagið Skagaströnd hefur gefið út bækling um 

Spákonufellshöfða. Í honum er ýmiskonar fróðleikur um Skagaströnd, 

Höfðann, gróðurfar hans, jarðfræði og fuglalíf. Aftast er svo gott 

kort af gönguleiðinni.