24 tíma te athöfn

 

Listamaðurinn Adam Wojcinski, sem dvelur og starfar við Nes listamiðstöð á Skagaströnd, stóð fyrir gjörningi, te athöfn, sem stóð yfir í 24 klukkustundur. Klukkan 8:15 þann 5. ágúst hófst te athöfnin þar sem Adam bauð til japanskrar tedrykkju til minningar um þá sem fórust við kjarnorkusprenginguna í Hiroshima. Athöfnin fór fram í friðsæld þagnar og íhugunar þar sem beðið var fyrir friði í heiminum. Fyrst var lagað te fyrir þá sem fórust í Hiroshima, síðan lagað te fyrir þá sem komnir voru til tedrykkju og var athöfnin endurtekin í sífellu. Þegar klukkan var orðin 8:15 þann 6. ágúst endaði gjörningur Adams á því að hinn friðsæli staður tedrykkjunnar var brenndur, en einmitt á þeim tíma árið 1945 var sprengjunni varpað á borgina Hiroshima.