40% nemenda grunnskólans leika á hljóðfæri

Um 40% nemenda í Höfðaskóla, grunnskólanum á Skagaströnd, stunda líka nám í Tónlistarskólanum. Þetta er nokkuð hátt hlutfall og án efa með því hæsta sem gerist á landinu.

Það verður því áreiðanlega mikið líf og fjör þegar Tónlistarskólinn heldur vortónleika sína, en það verður á miðvikudaginn 28. apríl kl. 17.

Nemendur skólans leika á hljóðfæri sín í lúðrasveit, hljómsveitum, leika einleik eða spila með öðrum.

Þetta er viðburður sem enginn má láta fram hjá sér fara enda eru allir velkomnir.