Á móti sameiningu atvinnumálaráðuneyta

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar 13. janúar 2010 var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða:

Sveitarstjórn Skagastrandar skorar á ríkisstjórn Íslands að hætta við áform um sameiningu sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðarráðuneyta í nýtt atvinnuráðuneyti. Sveitarstjórn telur að sú staða sem blasir við í íslensku efnahagslífi kalli enn frekar á að viðhalda öflugum sjálfstæðum ráðuneytum á sviði grunnatvinnugreina þjóðarinnar. Sveitarstjórn lítur svo á að fyrrgreindum grunnatvinnugreinum muni ætlað stórt hlutverk í endurreisn íslensks efnahags- og atvinnulíf