Á Skagaströnd er aldeilis líf og fjör nú á haustdögum.

Í byrjun september hófust námskeið í Zumba Fitness fyrir allt niður í 5 ára börn og upp í 100 ára. En alls eru rúmlega 60 börn og fullorðnir sem stunda þessa skemmtilegu og fjörugu tíma í Zumba einu sinni eða tvisvar í viku. Svo eru Zumbapartý öðru hvoru á laugardögum kl:11:00 fyrir 9 ára og upp úr.

Það er Linda Björk Ævarsdóttir alþjóðlegur Zumbakennari sem sér um að halda öllum hópunum í þjálfun og er óhætt að segja að það sé mikið fjör og mikið gaman í Fellsborg á mánudögum og miðvikudögum. Þrír aldurshópar eru í tímunum, 5-8 ára. 9-13 ára og svo 14 ára og upp úr.

Í Zumba Fitness er leitast við að hafa fjöruga tónlist sem framkallar mikla hreyfingu, stuð og stemmingu en um leið er líkaminn er styrktur.
Sporin eru einföld, stuðið og fjörið mikið og tónlistin af suðrænum slóðum.
Sannkölluð gleðisprengja sem kemur öllum í betra form og betra skap á sama tíma.

Þrír aldurshópar eru í tímunum, 5-8 ára. 9-13 ára og svo 14 ára og upp úr.