Að muna eftir fuglunum

Við þekkjum öll viðkvæðið að muna eftir að gefa fuglunum í harðindum á vetrum. Það að gefa Fálka æti er þó óvananlegra en hann hefur verið í fæði á Hólanesinu um hríð. Ekki gerir hann sér allt að góðu en hefur verið sólginn í lambshjörtu og hefur fengið allt upp í 5 hjörtu á dag. Hefur hann fest ástfóstri við íbúana á Hólanesinu og hefur Inga í Straumnesi verið honum betri en enginn og fætt hann reglulega. Myndirnar tók Gunnlaugur Sigmarsson.