Aðalfundur BioPol ehf

 Aðalfundur Sjávarlíftæknisetursins BioPol ehf var haldinn um miðjan september síðastliðinn.  Á fundinum voru almenn aðalfundarstörf viðhöfð og félaginu meðal annars kosin ný stjórn.  Að þessu sinni voru gerðar breytingar á stjórn þar sem Dr. Rögnvaldur Ólafsson tók sæti Magnúsar B. Jónssonar. Í núverandi aðalstjórn eru því eftirtaldir: Adolf H. Berndsen form, prófessor Hjörleifur Einarsson, Sigríður Gestdóttir, Steindór R. Haraldsson og Dr. Rögnvaldur Ólafsson.

Um leið og Magnúsi eru þökkuð störf í þágu félagsins er Dr. Rögnvaldur boðinn velkominn til starfa.

Dr. Rögnvaldur var lengst af starfandi við H.Í. og gengdi þar m.a. stöðu forstöðumanns Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands. Dr. Rögnvaldur er einnig þekktur fyrir að vera einn upphafsmanna Marel.

Meðfylgjandi er skýrsla stjórnar BioPol ehf vegna ársins 2013.

Að undanförnu hafa verið framkvæmdar töluverðar breytingar á heimasíðu BioPol ehf. http://biopol.is/ Settar hafa verið upp tengingar á síðunni þar sem finna má flestar skýrslur og vísindagreinar sem félagið hefur komið að á undanförnum árum. Einnig hefur verið sett upp síða þar sem hægt er að fylgjast með magni landaðs afla úr Húnaflóa. Fyrst og fremst eru settar fram upplýsingar um afla sem landað er á Skagaströnd en jafnframt yfirlit yfir magn á öðrum löndunarhöfnum við flóann. Gert er ráð fyrir að tölurnar verði uppfærðar mánaðarlega til þess að byrja með. http://biopol.is/efni/afli_úr_húnaflóa