Aðalfundur Krabbameinsfélags A-Hún í Bjarmanesi

Aðalfundur Krabbameinsfélags Austur - Húnavatnssýslu verður haldinn 
miðvikudaginn 13. apríl kl. 18:00 í Bjarmanesi á Skagaströnd.

Á dagskránni verða venjuleg aðalfundarstörf, kosningar og svo hressandi erindi 
Hönnu Jörgensen heilsunuddara. Hún mun fjalla um stafagöngu og ætlar að taka létta æfingu á stafina með hópnum. Komið endilega með stafi ef þið eigið.

Starfsemin Krabbameinsfélagsins beinist að forvörnum, fræðslu og stuðningi við þá sem greinast með krabbamein, fjölskyldur og vini þeirra. Styrkur þess felst hins vegar í fjölda félagsmanna og velvilja héraðsbúa við að taka þátt í fjáröflunarstarfssemi á vegum félagsins og styðja þannig við samborgara sína. 

Mætið endilega til að kynnast stafagöngunni og sýnið stuðning við gott málefni í leiðinni. Boðið verður upp á súpu á fundinum.

Minnt er á minningarkort Krabbameinsfélagsins.

Allir eru velkomnir á aðalfundinn.