Aðventuhátíð í Hólaneskirkju

Aðventuhátíð 2022

Aðventuhátíð Bergsstaða-, Bólstaðarhlíðar, Hofs-, Holtastaða-, Höfða- og Höskuldsstaðasóknar verður í Hólaneskirkju á Skagaströnd miðvikudaginn 30. nóv. kl. 18.00.

Kirkjukór Hólaneskirkju flytur jólasöngva og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur organista og kórstjóra.

Fermingardrengir vorsins 2023 taka þátt í stundinni með lestri og bænum. NTT og TTT börn 9 - 12 ára flytja helgileik og syngja með Sunnudagaskólabörnunum.

Þorgerður Þóra Hlynsdóttir okkar yndislega Gigga verður með hugleiðingu um aðventuna og jólin.

Bryndís Valbjarnardóttir prestur leiðir stundina.

Verið öll hjartanlega velkomin að eiga saman hátíðlega stund í ljósi aðventunnar.