Aðventukaffi í Landsbankanum

Fimmtudaginn 1. des. bauð Landsbanki Íslands Skagaströnd bæjarbúum í aðventukaffi. Það var boðið uppá heitt kakó og nýbakaðar smákökur auk þess var heitt á kaffikönnunni eins og vanalega.

Krakkarnir úr leikskólanum Barnabóli komu og sungu jólalög af hjartans lyst og um páfagauk sem vildi bara kóka kóla og ís.

 

Frá kl. 14.00  lék svo Elías Björn Árnason  jólalög á hljómborð á meðan kakóið og smákökurnar runnu ljúflega niður við þýða óma tónlistarinnar. 

Almenn ánægja var með daginn, jafnt hjá gestum og starfsfólki.