Aðventukaffi Landsbankans

Landsbanki Íslands Skagaströnd bauð bæjarbúum í aðventukaffi 1. desember þegar kveikt var á jólatré bankans. Allan daginn var boðið var uppá kakó og kaffi, jólasmákökur og súkkulaðimola. Frá kl. 14.00 lék svo Elías Björn Árnason jólalög á hljómborð á meðan kakóið og smákökurnar runnu ljúflega niður við þýða óma tónlistarinnar. Bæjarbúar kunnu vel að meta góðgerðirnar og var bekkurinn oft þétt setinn. Mættust þar meðal annars yngstu bæjarbúarnir úr leikskólanum Barnabóli og þeir elstu frá Dvalarheimilinu Sæborg. Almenn ánægja var með daginn, jafnt hjá gestum og starfsfólki og ekki ólíklegt að þarna hafi verið búin til hefð sem ekki verður rofin.