Aðventukvöld í Hólaneskirkju

 

Aðventukvöld í Hólaneskirkju sunnudaginn 1. des. 2019 kl. 18.00.

Kveikt verður á ljósum aðventukransins og jólatréinu í kirkjunni.

Kirkjukórinn, Sunnudagaskólabörn og Barnakór Skagastrandar flytja falleg jólalög undir stjórn Hugrúnar Sifjar Hallgrímsdóttur, organista og kórstjóra og Ástrósar Elísdóttur kórstjóra.

Fermingarbörn flytja helgileik.

Ástrós Elísdóttir segir okkur jólasögu og Bryndís Valbjarnardóttir sóknarprestur flytur jólahugleiðingu og friðarbæn á aðventu.

Eigum öll saman hátíðlega stund í ljósi aðventunnar

 

 

Bestu kveðjur
Bryndís Valbjarnardóttir,

 

sóknarprestur / parish priest