Aðventustund í Hólaneskirkju.

Í byrjun desember fóru börnin á Barnabóli í heimsókn í Hólaneskirkju til Magnúsar sem heitir „prestur“ eins og eitt barnið sagði. Magnús sagði börnunum frá kertunum í kirkjunni og fékk aðstoð nokkurra barna við að kveikja á þeim. Svo var sungið og hlustað á jólaguðspjallið en Gabriel erkiengil og úlfurinn voru Magnúsi til aðstoðar við frásögnina. Allir voru prúðir, sátu kyrrir og hlustuðu. Helga Bergsdóttir