Ærslabelgur kominn á Skagaströnd

 

Á Skagaströnd hefur verið settur niður svokallaður „Ærslabelgur“ sem er uppblásið leiktæki um 100 fermetrar að flatarmáli. Ærslabelgurinn var settur niður á Hólanesi rétt við gamla húsið Árnes og í nágrenni við Kaffi Bjarmanes og veitingahúsið Borgina.

Ærslabelgurinn er blásin upp kl 10 á morgnanna og loft tekið af kl 22 á kvöldin. Belgurinn verður blásinn upp fram á haust en verður svo hafður í dvala þar til vorar á ný. Hann er öllum opinn og ekki farið fram á annað en að „hopparar“ séu ekki í skóm og gangi snyrtilega um svæðið.

Það er Sveitarfélagið Skagaströnd sem lét setja belginn upp og annast rekstur hans.

Sveitarstjóri