Ævintýri á gönguför barnanna

Yngstu börnin í leikskólanum gerðu sér dagamun þegar júní var að ljúka. Þau klæddu sig upp, gengu um Skagaströnd, guðuðu á glugga og kölluðu heimafólk út. Af barnslegri einlægni voru þau fínust af öllum í heiminum.

Og ekki voru „stóru krakkarnir“ síðri. Þeir höfðu líka klætt sig í alls kyns búninga og nutu dagsins. Samt var ekki laust við að þeir litlu yrður pínulítið hræddir þegar gassagangurinn var sem mestur í þeim stóru. Þá voru sum svo heppin að hafa mömmu og jafnvel afa nærri til að sannfæra sig um að þetta væri allt í gríni gert.