Afmælisganga á Skagaströnd

Miðvikudaginn 19. mars er liðið eitt ár frá því að Vinnumálastofnun tók til starfa á Skagaströnd. Af því tilefni ætlum við á Vinnumálastofnun að efna til afmælisgöngu og bjóðum öllum sem vilja samfagna eða bara hreyfa sig að bregða sér með í göngutúrinn. Gengið verður frá Túnbrautinni á Skagaströnd í gegnum bæinn og upp á Höfða. Á Höfðanum tökum við léttar teygjur, syngjum afmælissönginn og höldum svo sömu leið til baka og beint í páskafrí. Við leggjum af stað klukkan 16:00.

Við viljum jafnframt þakka öllu okkar samstarfsfólki og viðskiptavinum fyrir gott samstarf á þessu fyrsta ári okkar og vonum að með auknum þroska getum við skilað enn betri þjónustu. Bestu óskir um gleðilega páska.

Starfsfólk Vinnumálastofnunar Nl.v. - Greiðslustofu


Líney Árnadóttir

 Forstöðumaður
 Vinnumálastofnun - Greiðslustofa
 Túnbraut 1-3 - 545 Skagaströnd
 Sími: 582 4900 / Fax: 582 4920

 liney.arnadottir@vmst.is
 
www.vinnumalastofnun.is