Afmælisganga Vinnumálastofnunar


Vinnumálastofnun Norðurlandi vestra fagnar því nú að 2 ár eru liðin frá því að Greiðslustofa tók til starfa á Skagaströnd. Í tilefni af afmælinu þann 1. apríl ætlum við starfsmenn Vinnumálastofnunar að skella okkur í hressandi göngutúr. Við ætlum að ganga frá Túnbrautinni klukkan 15:15, upp á Höfða og aftur til baka. Hressir bæjarbúar og gestir eru velkomnir í gönguna okkar, því fleiri því betra. Við leyfum okkur að vona að við getum boðið upp á þokkalegt gönguveður.  

 

  Vinnumálastofnun Skagaströnd