Ágætu íbúar á Skagaströnd og í Skagabyggð

Skólafélagið Rán á Skagaströnd þakkar kærlega fyrir þann mikla
stuðning sem okkur var sýndur í fjáröflunum skólaársins 2018-2019.

Þaðer ekki sjálfgefið að svona vel sé tekið í fjáraflanir af ýmsu tagi og fyrir
það erum við afar þakklát.


Fyrir ágóðann skelltum við okkur í skólaferð til Englands og áttum þar
góða daga þar sem við heimsóttum London og Brighton. Þar fræddumst
við á söfnum, sáum Buckinghamhöll og Royal Pavilion, fórum í London
Eye og British Airways i360, ásamt því að njóta lífsins í Englandi.


Ykkar stuðningur er okkur mikils virði og án hans hefði þessi ferð ekki
orðið að veruleika.

Kær kveðja,
nemendur 10.bekkjar í Höfðaskóla.