Ágætu Skagstrendingar

Stjórn Ungmennafélagsins vill koma þökkum til allra þeirra sem gáfu dósir í söfnuninni sem fram fór núna um daginn. Krakkarnir fengu frábærar móttökur og söfnunin gekk framar vonum. Þetta gerir okkur kleift að standa fyrir skíðaferð til Akureyrar næstkomandi laugardag. Það er aldrei að vita nema að dósasöfnun verði reynd aftur og vonandi verðið þið ekki búin að gleyma okkur þá.  

Þið hafið eflaust tekið eftir að stór hópur barna, ungmenna og fullorðina klæðist nú skíðafatnaði sem merktur er félaginu. Að þessu verkefni komu 2 fyrirtæki með mjög myndarlegu fjárframlagi, SJÓVÁ og ÖRVI EHF. Til þessara fyrirtækja viljum við koma sérstökum þökkum. Slíkur stuðningur er ómetanlegur. Hópurinn frá Skagaströnd mun eflaust vekja töluverða eftirtekt í Hlíðarfjalli núna um helgina.

 

Stjórn U.M.F Fram