ÁHUGAFÓLK UM UPPBYGGINGU Á FERÐAÞJÓNUSTU
Fundur verður haldinn í Fellsborg fimmtudaginn 10. janúar næstkomandi kl. 18:00.  Á fundinum verður farið yfir nýja möguleika er varða styrkveitingar til fyrirtækja í ferðaþjónustu. 
Einnig verður kynning á skýrslu sem var útbúin fyrir atvinnumálanefnd Skagastrandar um möguleika í ferðaþjónustu á Skagaströnd. 
Á fundinn mæta atvinnuráðgjafi og menningarfulltrúi frá SSNV.
Allir sem hafa áhuga á uppbyggingu ferðaþjónustu eða standa í slíkum rekstri  eru hvattir til að mæta og kynna sér málin. 
Atvinnumálanefnd Skagastrandar og SSNV atvinnuþróun