Álagning fasteignagjalda 2016

 

 

Álagning fasteignagjalda á Skagaströnd 2016

 

Ágætu fasteignaeigendur á Skagaströnd.

 

Álagning fasteignagjalda hefur nú farið fram. Álagningarreglur fasteignagjalda 2016 eru meðfylgjandi bréfi þessu og jafnframt aðgengilegar á heimasíðunni www.skagastrond.is – undir „gjaldskrár“.

 

Greiðslur fasteignagjalda:

Eins og undanfarin ár verða ekki sendir greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda nema til þeirra sem þess hafa óskað sérstaklega og gildir skráning þeirra sem þess óskuðu á síðasta ári nema nýjar upplýsingar komi fram.

Gjalddagar fasteignagjalda eru frá 1. febrúar til 1. júlí, en á smærri upphæðum eru gjalddagar 1 eða 2. (Gjalddagar á 0-5.000 kr. er 1.apríl og 5.001-10.000 skiptist í tvo gjalddaga 1. apríl og 1. maí).

 

Álagningaseðlar:

Eins og undanfarin tvö ár munum við ekki senda út álagningarseðla nema þess sé sérstaklega óskað. Hver og einn getur nálgast sína álagningarseðla á vefsíðunni www.island.is  undir reitnum „mínar síður“ birtist þessi skjámynd:

Innskráning er með kennitölu viðkomandi og veflykli ríkisskattstjóra.

 

Skrifstofa sveitarfélagsins veitir fúslega upplýsingar og aðstoð til þeirra sem þess óska.

Skagaströnd 28. janúar 2016

Sveitarstjóri