Álagning fasteignagjalda 2023

Álagning fasteignagjalda 2023 er lokið.

Álagningarreglur fasteignagjalda 2023 eru aðgengilegar á heimasíðunni undir „gjaldskrár“.

Greiðslur fasteignagjalda: Eins og undanfarin ár verða ekki sendir greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda nema til þeirra sem þess hafa óskað sérstaklega og gildir skráning þeirra sem þess óskuðu á síðasta ári nema nýjar upplýsingar komi fram.

Gjalddagar fasteignagjalda eru átta, frá 1. febrúar til 1. september, en á smærri upphæðum eru gjalddagar einn eða tveir. (Gjalddagi á 0-30.000 kr. er 1. febrúar fyrir hvert fasteignanúmer, en skiptist í tvo gjalddaga 1. febrúar og 1. mars fyrir upphæðir á bilinu kr. 30.001-60.000 ).

Sorphirðugjald /sorpeyðingargjald: Vakin er athygli á að sorphirðugjald er lagt á íbúðir með fastri búsetu en einungis sorpeyðingargjald á sumarhús og íbúðir þar sem ekki er regluleg búseta. Það táknar að sorphirða fer ekki fram þar sem einungis er greitt sorpeyðingargjald. Sama gildir um þær eignir sem ekkert sorphirðu- eða sorpeyðingargjald er lagt á eins og t.d. ferðaþjónustueignir (C-flokkur). Þeir aðilar leysa sjálfir sorphirðu/sorpeyðingu fyrir sína starfsemi með samningum við þjónustuaðila eða öðrum hætti.

Álagningaseðlar: Álagningarseðlar verða ekki sendir út nema þess sé sérstaklega óskað. Hver og einn getur nálgast sína álagningarseðla á vefsíðunni www.island.is undir reitnum „mínar síður“ Innskráning er með kennitölu viðkomandi og íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Skrifstofa sveitarfélagsins veitir fúslega upplýsingar og aðstoð til þeirra sem þess óska.

Skagaströnd 26. janúar 2023
Sveitarstjóri