Álagning fasteignagjalda á Skagaströnd 2014

 


 

Tilkynning til fasteignaeigenda á Skagaströnd

 

Álagning fasteignagjalda hefur nú farið fram. Álagningarreglur fasteignagjalda 2014 eru prentaðar á baksíðu þessarar auglýsingar en eru einnig aðgengilegar á heimasíðunni www.skagastrond.is – undir „gjaldskrár“.

 

Greiðslur fasteignagjalda:

Eins og undanfarin ár verða ekki sendir greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda nema til þeirra sem þess hafa óskað sérstaklega og gildir skráning þeirra sem þess óskuðu 2012 og 2013 nema nýjar upplýsingar komi fram.

Gjalddagar fasteignagjalda eru frá 1. febrúar til 1. júlí, en á smærri upphæðum eru gjalddagar 1 eða 2. (Gjalddagar á 0-5.000 kr. er 1.apríl og 5.001-10.000 skiptist í tvo gjalddaga 1. apríl og 1. maí).

 

Álagningaseðlar:

Eins og við álagningu 2013 eru ekki sendir út álagningarseðlar nema til þeirra sem sérstaklega óska eftir því. Hver og einn getur nálgast sína álagningarseðla á vefsíðunni www.island.is.  Undir reitnum „mínar síður“ birtist þessi skjámynd:

Innskráning er með kennitölu viðkomandi og veflykli ríkisskattstjóra. Þar er að finna „pósthólf“ og þar opnast skjalalisti þar sem m.a. álagningin er.

 

Skrifstofa sveitarfélagsins veitir fúslega upplýsingar og aðstoð til þeirra sem þess óska.

Skagaströnd 29. janúar 2014

Sveitarstjóri