Álagning fasteignagjalda á Skagaströnd 2017


Ágætu fasteignaeigendur á Skagaströnd.


Álagning fasteignagjalda hefur nú farið fram. Álagningarreglur fasteignagjalda 2017 eru meðfylgjandi bréfi þessu og jafnframt aðgengilegar á heimasíðunni www.skagastrond.is – undir „gjaldskrár“.

 


Greiðslur fasteignagjalda:


Eins og undanfarin ár verða ekki sendir greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda nema til þeirra sem þess hafa óskað sérstaklega og gildir skráning þeirra sem þess óskuðu á síðasta ári nema nýjar upplýsingar komi fram.


Gjalddagar fasteignagjalda eru frá 1. febrúar til 1. júlí, en á smærri upphæðum eru gjalddagar 1 eða 2. (Gjalddagar á 0-5.000 kr. er 1.apríl og 5.001-10.000 skiptist í tvo gjalddaga 1. apríl og 1. maí).Álagningaseðlar:


Eins og undanfarin tvö ár munum við ekki senda út álagningarseðla nema þess sé sérstaklega óskað. Hver og einn getur nálgast sína álagningarseðla á vefsíðunni www.island.is  undir reitnum „mínar síður“


Innskráning er með kennitölu viðkomandi og veflykli ríkisskattstjóra.Skrifstofa sveitarfélagsins veitir fúslega upplýsingar og aðstoð til þeirra sem þess óska.


 

Álagningareglur fasteignagjalda fyrir árið 2017


Samþykkt á fundi sveitarstjórnar 16.11.2016


 


Fasteignaskattur:


         Álagning á íbúðarhúsnæði (A-flokkur) verði 0,50% af álagningarstofni.


Álagning á opinberar stofnanir (B-flokkur) verði 1,32% af álagningastofni.


Álagning á verslunar- og atvinnuhúsnæði verði (C-flokkur) 1,65% af álagningarstofni.


Lóðarleiga:


Lóðarleiga verði 1,65% af fasteignamatsverði lóða.


Vatnsskattur:


Vatnsskattur verði 0,3% af fasteignamati að lágmark 7.000  kr. og á íbúðarhúsnæði að hámarki  30.000 kr.


Holræsagjald:


Holræsagjald verði 0,24% af fasteignamati lóða og mannvirkja


Sorphirðugjald /sorpeyðingargjald:


Sorphirðugjald verði  39.350 kr./íbúð fyrir reglubundna sorphirðu og eyðingu. .


Sorpeyðingargjald verði  12.400 kr./sumarhús og íbúðir þar sem ekki er regluleg sorphirða.


Sorpeyðingargjald á hesthús og fjárhús verði 4.400 kr./hús í notkun.


Sorpeyðingargjöld á fyrirtæki verða samkvæmt gjaldskrá.


Leiga ræktunarlóða:


Fyrir hvern ha ræktunarlóða er greitt fast leigugjald. Auk þess greiða lóðarhafar fasteignagjöld af lóðunum skv. fasteignamati.


Lóðaleiga verði  6.000 kr./ha.


 


Eftirfarandi reglur gilda um lækkun fasteignagjalda elli- og örorkulífeyrisþega:


Fasteignagjöld verða eingöngu lækkuð af íbúðum elli- og örorkulífeyrisþega, sem þeir búa í sjálfir. Til viðmiðunar eru allar tekjur viðkomandi, þar með taldar fjármagnstekjur.


 


Fasteignagjöld lækki um allt að kr. 36.000,- hjá:


Einstaklingum með tekjur allt að                                 3.160.000 kr/ári


Hjónum eða fólki í sambúð með tekjur allt að              5.164.000 kr/ári


 


Fasteignagjöld lækki um allt að kr. 18.000,- hjá:


Einstaklingum með tekjur allt að                                 3.950.000 kr/ári


Hjónum eða fólki í sambúð með tekjur allt að              6.455.000 kr/ári


 


Skagaströnd 1. febrúar 2017


Sveitarstjóri