Alþjóðleg vinnustofa hjá BioPol ehf á Skagaströnd

 Í næstu viku mun BioPol ehf í samstarfi við Háskólann á Akureyri halda  alþjóðlega vinnustofu á Skagaströnd þar sem þátttakendur verða þörungasérfræðinga alls staðar að úr heiminum. Dr. Bettina Scholz starfsmaður BioPol ehf og Háskólans á Akureyri  hefur haft frumkvæði að því að kalla saman 25 vísindamenn frá 11 þjóðlöndum til þess að sækja vinnustofuna sem ber yfirskriftina 2nd Plankton Chytridiomycosis Workshop 15th – 17th September 2016. Umfjöllunarefni fundarins verður samspil þörunga og  sýkingarvalda sem herja á þá í náttúrunni. Þekking á þessu sviði hefur verið takmörkuð fram til þessa og talið mikilvægt að bæta þar úr enda smáþörungar grunnur að öllu lífi sem þrífst í vatni og sjó. Meginmarkmið vinnustofunnar er að miðla upplýsingum á milli einstaka vísindamanna og undirbyggja sameiginlega styrkumsókn til Evrópusambandisins sem félli undir Horizon 2020.

Vinnustofan er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra og Rannsóknasjóði Háskólans á Akureyri.

Frekari upplýsingar um rannsóknarefnið, sem styrkt er af RANNÍS,  má finna undir eftirfarandi hlekk:

Scholz et al. (2016) Zoosporic parasites infecting marine diatoms – A black box that needs to be opened.FungalEcologydoi:10.1016/j.funeco.2015.09.002. http://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S1754504815001154