Ályktun um sjúkraflutninga í A-Hún

 

Á fundi sveitarstjórnar 22. maí sl. var tekin til umfjöllunar sú staða sem komin er upp í sjúkraflutningum á svæðinu.  Svohljóðandi ályktun var samþykkt samhljóða:

Sveitarstjórn Skagastrandar lýsir miklum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem

komin er upp í sjúkraflutningsmálum í héraðinu og skorar á Velferðarraðuneytið og

Fjármálaráðuneytið að ljúka við gerð kjarasamning við hlutastarfandi sjúkraflutningamenn í samræmi við þá skuldbindingu og ábyrgð sem í starfinu felst.