ÁRAMÓTABRENNU FRESTAÐ

Vegna ófærðar og slæms veðurútlits er áramótabrennu og blysför á Skagaströnd frestað fram á nýárið. Einngi er frestað flugeldasýningu sem vera átti í tengslum við brennuna.

Sala flugelda er opin til kl 16.00 í dag gamlársdag.

Óskum Skagstrendingum öllum gleðilegs nýárs og vonumst til að nýárið verði stilltara í veðurfari en síðustu mánuðir og dagar þess sem er að kveðja.

Björgunarsveitin Strönd og Ungmennafélagið Fram