Árangur sem tekið er eftir

 

Nú upphafi vikunnar var birt miðannarmat nemenda Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Árangur nemenda í dreifnámi í A – Hún er almennt góður en sérstaka athygli vekur afburðagott gengi í stærðfræði, bæði í STÆ102 eða STÆ193. Óhætt er að álykta að margir samverkandi þættir hafi þar áhrif, t.d. góður undirbúningur úr grunnskóla, gott aðhald og fyrirtaks námsaðstaða og síðast en ekki síst gott aðhald og stuðningur foreldra. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að tengsl við nærsamfélag er eitt af grundvallarþáttum í jákvæðum þroska barna og ungmenna.

Nú á haustönn eru nemendur dreifnámsins 13, úr öllum byggðum A-Húnavatnssýslna. Vonir standa til þess að nemendum fjölgi strax um áramót og svo enn frekar á næsta skólaári enda er hér um að ræða mjög gott menntunartækifæri fyrir ungmenni og fullorðið fólk sem þurft hefur að hverfa frá námi.

Innritun fyrir dreifnám í A-Hún stendur yfir dagana 1. til 30. nóvember á www.island.is