Árdís og Björn Ingi sigruðu

Sigurvegarar í síðustu spurningakeppni Drekktu betur voru Árdís Indriðadóttir og Björn Ingi Óskarsson. Voru þau vel að sigrinum komin, hlutu 18 stig.

Næst verður Drekktu betur föstudaginn 19. nóvember. Þá verða spurlar og hæstráðendur sæmdarhjónin Ragna Magnúsdóttir og Jónas Þorvaldsson.