Ari H.Einarsson fór holu í höggi á Skagaströnd.

 

Föstudaginn 15.ágúst fór Ari H.Einarsson GÓS holu í höggi á braut 1 á Háagerðisvelli á Skagaströnd. Þetta er í annað skipti sem þetta gerist í sögu Golfklúbbs Skagastrandar, en á síðasta ári fór Frímann Guðbrandsson GSS holu í höggi á braut 7.

Ari er því orðinn félagi í Einherjaklúbbnum sem er klúbbur þeirra sem afrekað hafa að fara holu í höggi á golfvöllum landsins. Ari sem varð sjötugur á árinu fékk því sönnun þess að allt er sjötugum fært í þessari skemmtilegu íþrótt.