Árleg inflúensubólusetning haustið 2019

Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Blönduósi

 

Þriðjudaginn 1/10 kl: 13:00-15:00

Miðvikudaginn 2/10 kl: 13:00-15:00

Þriðjudaginn 8/10 kl: 13:00-15:00

 

Bólusett verður á Heilsugæslustöðinni á Skagaströnd

 

Fimmtudaginn 3/10 kl: 9:00-11:00

 

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetningu:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan
  • Þungaðar konur

 

 Bóluefnið er ofangreindum áhættuhópum að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald.

Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi