Árleg kökuskreytingarkeppni Undirheima

Árleg kökuskreytingakeppnin fór fram miðvikudagskvöldið 23.mars.

Þar spreyttu unglingar félagsmiðstöðvarinnar sig í kökuskreytingum. Þau fengu eina klst. til þess að skreyta kökurnar sínar.

Dómarar sáu um það erfiða verkefni að velja fallegustu kökuna og frumlegustu kökuna. Kjörbúðin sá til þess að vinningshafar fóru ekki tómhentir heim.

Þær voru heldur betur glæsilegar kökurnar hjá krökkunum og sköpunargleðin hefur heldur betur fengið að njóta sín!