Arnar HU 1 kominn úr slipp

Frystitogarinn Arnar HU 1 hélt til veiða í gær eftir að hafa verið í slipp á Akureyri síðan um mánaðarmót. Arnar er því að hefja veiðar á nýju kvótaári en á síðasta kvótaári sem lauk 31. ágúst sl. veiddi skipið fyrir um 1.000 milljónir króna. Í slippnum var fyrst og fremst verið að sinna almennu viðhaldi og m.a. var skipið málað og fékk nýjan lit þar sem það var málað í einkennislitum skipa Fisk seafood.

(ljósm: ÁGI)