Arnar HU-1 með mikinn afla úr Barentshafi.

 

Arnar landaði 372 tonnum af frystum afurðum í sl. viku á Skagaströnd, aflaverðmæti var um 115 m.kr. Þess má geta að upp úr sjó var aflinn um 630 tonn. Skipið var 30 daga í túrnum og þar af hafa farið um 23 dagar í veiðar. Afli á veiðidag var því um 27 tonn. Uppistaða aflans var þorskur. Þessi góði  afli var sóttur í Barentshaf.