Arnar kom með minni afla en síðast

Frystitogarinn Arnar kom til heimahafnar á Skagaströnd síðasta sunnudag og fór aftur úr í gærkvöldi. Aflaverðmæti hans var um 150 milljónir króna sem miklu minna en í síðasta túr en þá var verðmætið um 240 milljónir. Kemur margt til, t.d. var aflinn minni en síðast og samsetning hans önnur, „bölvað skrap“ eins og sagt er.