Árshátið Fisk Seafood á Skagaströnd.

 

Á laugardaginn var haldinn sameiginleg árshátíð starfsmanna landvinnslu-

og skrifstofufólks Fisk seafood í Fellsborg.

 

Starfsmenn félagsins á Grundarfirði, Sauðárkrók og  Skagaströnd komu þar saman til árshátíðar.

 

Meðal skemmtiatriða var að kántrýdansahópurinn Hófarnir kom fram, Helga Braga fór með gamanmál og sýndi magadansspor, hljómsveit skipuð starfsmönnum landvinnslanna á Skagaströnd og Grundarfirði tróð upp og flutti nokkur lög.

 

Eftir borðhald og skemmtiatriði lék hljómsveitin Upplyfting fyrir dansi.