Ásgarður í viðgerð

Viðgerðir á Ásgarði, einni af bryggjunum á Skagaströnd, stendur nú yfir. Rekin eru niður stór járnrör við hliðina á tréstaurunum sem bera uppi bryggjukantinn. Heimamenn starfa að verkinu undir stjórn Lárusar Einarssonar.