Ástrali spyr í Drekktu betur

Di Ball  er listamaður í Nes listamiðstöð og hún verður spyrill, dómari og alvaldur Drekktu betur í Kántrýbæ í kvöld, föstudaginn 11. desember kl. 21:30.

Margir Skagstrendingar þekkja Di. Hún er afskaplega hress og kát. Þótti stórmerkilegt að sjá snjóinn, norðurljósin og ekki síður Skagstrendinga.

Hún ætlar að spyrja um hitt og þetta. Auðvitað verða ýmsar spurningar um Ástralíu, einnig ætlar hún að spyrja um Skagaströnd og svo almennt um lífið og tilveruna.

Ólafía Lárusdóttir mun þýða spurningarnar svo ekkert fari framhjá þátttakendum. 

Að spurningakeppninni lokinn mun Di kannski taka lagið en hún er bráðsnjöll kántrýsöngkona og var í hljómsveitum hér áður fyrr í heimalandi sínu.