Átaksverkefni - sumarstarf

Laust er til umsóknar eitt starf sem stutt er af átaksverkefni ríkisstjórnarinnar til fjölgunar sumarstarfa fyrir námsmenn.

Skilyrði er að námsmaður sé á milli anna - þ.e. hafi stundað nám á vormisseri, sé skráður í nám á haustmisseri og geti framvísað staðfestingu þar um. Ráðningartími er að hámarki tveir og hálfur mánuður á tímabilinu 15. maí - 15. september 2021. Námsmaðurinn þarf að vera að lágmarki 18 ára á árinu.

Starfið felur í sér afgreiðslu, leiðsögn og önnur verkefni tengd safninu Árnesi á Skagaströnd.   

Umsóknarfrestur er til og með 14. maí nk. og skal umsóknum skilað á netfangið sveitarstjori@skagastrond.is

Frekari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 455-2700.