Atkvæðagreiðsla utankjörstaða hafin

Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla vegna þjóðaratkvæðagreiðslu laugardaginn 6. mars næstkomandi er á skrifstofu setts hreppstjóra Lárusar Ægis Guðmundssonar að Einbúastíg 2. Þar er opið alla virka daga frá klukkan 10 til 16.
Þeir Skagastrendingar sem hyggjast vera fjarri lögheimili sínu næsta laugardag eru hvattir til að kjósa utankjörstaðar. 
Kjörskrá Skagastrandar vegna þjóðaratkvæðagreiðslunnar 6. mars liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins á skrifstofutíma til kjördags.