Átta vettvangsliðar útskrifaðir á Skagaströnd

Síðustu helgi þreyttu átta Skagstrendingar próf og útskrifuðust sem vettvangsliðar eftir 40 stunda námskeið frá Sjúkraflutningaskólanum á Akureyri.  Skagstrendingar eiga því nú átta fullgilda vettvangsliða sem tryggja fyrstu hjálp þegar útköll berast og annast einstaklinga þangað til sjúkrabíll og læknir mæta á staðinn. 
 
Vettvangsliðaverkefnið er samstarfsverkefni HSN og okkar einu sönnu Björgunarsveitarinnar Strandar á Skagaströnd. Við erum mjög stolt af okkar fólki og þakklát fyrir þeirra fórnfýsi í þágu samfélagsins.
 
Sveitarstjóri