Atvinnuhúsnæði að Bogabraut 7 laust til leigu

Húsnæði í eigu Sveitarfélagsins Skagastrandar að Bogabraut 7, jarðhæð, er hér með auglýst til leigu.

Það er 35,4 ferm. að stærð og hefur verið nýtt í ýmsum tilgangi en apótekið Lyfja var þar áður til húsa.

Sækja skal skriflega um leigu á húsnæðinu með því að senda tölvupóst á netfangið skagastrond@skagastrond.is fyrir 24. janúar nk.

Nánari upplýsingar um húsnæði veitir sveitarstjóri í síma 455 2700.