Atvinnuráðgjafi

 

Vinnumálastofnun

Atvinnuráðgjafi
á Norðurlandi vestra


Vinnumálastofnun óskar eftir að ráða atvinnuráðgjafa fyrir þjónustuskrifstofu sína á Norðurlandi vestra sem staðsett er á Skagaströnd
Atvinnuráðgjafi veitir ráðgjöf, aðstoðar einstaklinga í atvinnuleit og
atvinnurekendur í leit að starfsfólki. Atvinnuráðgjafi annast ýmis samskipti við hagsmunaaðila á svæðinu.

Helsta markmið starfsins er að vinna gegn atvinnuleysi á Norðurlandi vestra
Viðkomandi starfsmaður þarf að vera tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og búa yfir ríkri samskipta og skipulagshæfni.
 Honum ber að tileinka sér gildi Vinnumálastofnunnar sem eru: Fyrirmyndarþjónusta;Virðing; Áreiðanleiki.
Næsti yfirmaður er forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra.

Helstu verkefni:

• Vinnumiðlun og almenn ráðgjöf

• Móttaka umsókna og gagna

• Skráningar og upplýsingamiðlun

• Kynningar, starfsleitarfundir og námskeið

• Koma á og viðhalda tengslum við fyrirtæki

• Koma á og viðhalda tengslum við ólíka

samstarfs og hagsmunaaðila

Menntunar- og hæfnikröfur:

• Háskólapróf sem nýtist í starfi

• Reynsla af ráðgjöf og vinnumiðlun

• Samskipta- og skipulagshæfni

• Þekking af atvinnulífi svæðisins er æskileg

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2015.

Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6

mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Sækja skal um starfið á Starfatorgi:

www.starfatorg.is/serfraedistorf/nr/19606.

Umsókn um starfið skal fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf

þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar

og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra

og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir:

Jensína Lýðsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar

á Norðurlandi vestra í síma 515 4800 eða með

fyrirspurn netfangið jensina.lydsdottir@vmst.is




.