Auglýsing frá björgunarsveitinni Strönd

Nýtt björgunarskip Björgunarsveitin Strönd og Björgunarbátasjóður Húnaflóa eru nú komin með samkomulag við Landsbjörgu um kaup á björgunarskipi frá Bretlandi. Með góðum stuðning sveitarfélaga við Húnaflóa, fyrirtækja og einstaklinga hefur tekist að fjármagna skipið með þeim hætti að ljóst er að það mun koma til landsins innan fárra vikna. Um er að ræða öflugt skip af sömu gerð og sýnt var í Skagastrandarhöfn um síðustu páska. Starfsmaður óskast Björgunarbátasjóður auglýsir eftir starfsmanni í 50% starf til og hafa umsjón með björgunarskipinu, viðhaldi þess og búnaði. Hann hafi einnig það hlutverk að annast eftirlit með skipinu í höfn og bera ábyrgð á leiðbeiningum og æfingum áhafnar skipsins. Nánari upplýsingar um starfið veitir Reynir Lýðs. Umsóknarfrestur er til 25. október 2004. Nafn á skipið Björgunarbátasjóður leitar jafnframt eftir nafni á hið nýja björgunarskip. Hugmyndakassi verður settur upp í söluskálanum og björgunarsveitarmenn taka einnig við hugmyndum. Nýr björgunarsveitarbíll Björgunarsveitin hefur fest kaup á nýrri Toyota Land Cruiser 90 bifreið. Bíllinn er í breytingu fyrir 38” dekk og jafnframt verður settur í hann allur sá búnaður sem björgunarsveitir gera kröfur um í bíla sína. Sveitin mun fá hann afhentan í byrjun nóvember. Við það tækifæri verður bíllinn til sýnis og jafnframt mun Toyota hafa bílasýningu á Skagaströnd. Þökkum góðan stuðning við starf okkar, stjórn Björgunarsveitarinnar Strandar.