Auglýsing frá bókasafni Skagastrandar

Vegna breytinga á húsnæði bókasafnsins í Fellsborg flytur safnið starfsemi sína í kjallara Bjarmaness. Einungis hluti bókanna verður fluttur og settur upp þar en leitast við að hafa nýjustu og vinsælustu bækurnar til útláns.

Opnunartími bókasafnsins í Bjarmanesi verður:

Mánudaga            kl. 16 – 19

Miðvikudaga         kl. 15 – 17

Fimmtudaga         kl. 15 - 17

 

Bókasafnsvörður